Umhverfis- og orkustofnun
Nýtt útlit fyrir sameinaða stofun. Í nýrri stofnun sameinast undir einu þaki náttúrvernd, nýting og mikil fagþekking á flestu því sem snýr að náttúrunni.


mörkun
hugmyndavinna
grafísk hönnun
Í merki Umhverfis- og orkustofnunar er skírskotun til fyrra merkis Orkustofnunar en tekur sömuleiðis í arf litanotkun frá Umhverfisstofun. Ný ásýnd er því skilgetið afkvæmi þeirra vörumerkja sem voru sameinuð voru í eitt.

Innblástur fyrir nýja myndmerkið er sótt í jörðina, stuðlaberg, hleðslu, jafnvægi og upphafstafi stofnananna tveggja: U og O. Litir vörumerkisins eru sóttir beint í íslenska nátturu. Í merkinu eru þrír grænir tónar en ásýndinni fylgja einnig sex kraftmiklir stuðningslitir.





Líta má á myndmerkið sem kubba sem hægt að er að raða og stafla á óteljandi vegu. Það gefur hönnuðum tækifæri á að skapa grafískan myndheim út frá merkinu sjálfu og nýta það sem stuðningsgrafík í efni frá stofnuninni.


